Hlaðgerðarkot

Umsókn í meðferð í síma 566-6148, svörun frá kl. 10-22 eða símsvari frá kl. 22-10, þá er hægt að lesa inn umsókn.

Meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal er elsta nústarfandi meðferðarheimili landsins.

Hlaðgerðarkot hefur verið starfrækt frá árinu 1974. Við getum tekið á móti 30 einstaklingum, 20 körlum og 10 konum. Hjá okkur er að staðaldri biðlisti. Í Hlaðgerðarkoti er ekki boðið upp á afeitrun/niðurtröppun. Þeir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda, er bent á Landspítalann, deild 33a eða sjúkrahúsið Vog. 

Meðferðin í Hlaðgerðarkoti tekur þrjá mánuði, en einstaklingar geta dvalið lengur ef þurfa þykir samkvæmt nánara samkomulagi. Fjölmargir einstaklingar hafa farið í gegnum áfengis-og vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti með góðum árangri. Um helmingur þeirra sem innritast í meðferð eru á aldrinum 18-39 ára. Ásókn eftir að komast að í Hlaðgerðarkot hefur aukist á liðnum árum og biðlistinn lengst.

Tekið er á móti sendingum til vistmanna í Hlaðgerðarkoti á skrifstofu Samhjálpar í Hlíðasmára 14. Kynnið ykkur reglur um innihald sendinga áður en komið er með sendinguna. Hægt er að hringja á skrifstofuna í síma 561-1000 eða í Hlaðgerðarkot í síma 566-6148 til að fá nánari upplýsingar hvað má senda.

Sendingar fara kl. 10:30 á þriðjudögum og föstudögum.