top of page

Áfengislaus lífsstíll er valdeflandi
Apríl er alþjóðlegur mánuður aukinnar meðvitundar um alkóhól. Í tilefni þess er full ástæða til að benda á að alkóhól hefur mjög skaðleg áhrif á líf fólks um allan heim og ekki síst kvenna. Nýjustu rannsóknir á neyslu áfengis og áhrifa þess á líkamann hafa sýnt fram á að heilsufarslegur skaði af völdum þess er jafnvel enn meiri en áður var talið. Meðal þess sem komið hefur í ljós er að konum er tvisar sinnum hættara við heilsufarsskaða en karlmönnum.

 

Neysla áfengis hefur aukist mjög meðal kvenna frá miðri síðustu öld og ungar konur í dag drekka almennt mun meira en ömmur þeirra gerðu. Þær eru einnig á hraðri leið í átt að því að ná að innbyrða sama magn og karlkyns jafnaldrar þeirra. Árlega má rekja um það bil 15% dauðsfalla kvenna í þessum aldurshópi til afleiðinga drykkju en sambærileg tala í sama aldurshópi karlmanna er 12,5%. Í þessu sambandi munar mestu um að lifrarskemmdir koma mun fyrr fram hjá konum og áfengisneysla eykur til mun líkur á brjóstakrabbameini.

 

Áfengisframleiðedur hafa keppst við að auglýsa áfengi sem valdeflandi fyrir konur og sýnt myndir af sjálfstæðum, glöðum konum með glas í hönd. Allt bendir hins vegar til að mun meiri valdefling felist í að konur hætti alveg að neyta áfengis því með því tryggja þær sér betri heilsu og líðan.

 

Comments


bottom of page