top of page

„Ég vil gefa þeim sem hafa þörf fyrir það“


Samhjálp nýtur ótrúlegrar velvildar meðal almennings og oft kemur það við hjörtu starfsfólksins hér hversu mikið fólk er tilbúið að leggja á sig til að styðja okkur. Undanfarna mánuði höfum við fengið senda pakka með einstaklega vel unnu prjónalesi frá Elsu Jóhannesdóttur van der Zwet í Stykkishólmi. Húfur, vettlingar og sokkar koma sér sannarlega vel þegar vorið er kalt og nístandi vindar blása um landið.

 

Elsa býr í stykkishólmi ásamt manni sínum Clemens van der Zwet. Hann er hollenskur og vinnur við garðyrkju. Þau rækta einnig túlípana í gróðurhúsi í garði sínum.

 

En hvers vegna kaust þú að styðja Samhjálp á þennan hátt?

 

„Ég vil miklu frekar gefa þetta til þeirra sem hafa þörf fyrir það,“ segir Elsa,  „fólki sem notar þetta fremur en einhverjum sem ekki vill nota það og hendir því inn í skáp. Skjólstæðingar Samhjálpar eru fólk sem hefur lent í erfiðum aðstæðum. Það hefur ekki viljað það sjálft en glímir við sjúkdóm.“

 

Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

 

„Ekki annað en að við getum gert mun meira til að styðja hvert annað í þessu þjóðfélagi. Það er þörf á samhjálp og skilningi.“ segir hún.

 

 

Comments


bottom of page