top of page

Í KJÖLFAR LANDSSÖFNUNAR SAMHJÁLPAR 21. NÓVEMBER 2015


ALLS SÖFNUÐUST UM 85 MILLJÓNIRLandssöfnun Samhjálpar var haldin laugardagskvöldið 21. nóvember sl. í opinni dagskrá á Stöð2. Söfnunin tókst framar björtustu vonum og var hún góð og löngu tímabær kynning á því mikla og öfluga starfi sem Samhjálp hefur staðið fyrir í rúma fjóra áratugi.Alls söfnuðust um 85 milljónir sem verður varið til uppbyggingar á nýju húsnæði í Hlaðgerðarkoti. Inni í þessum tölum eru loforð fyrirtækja með efni og vinnu þegar byggingaframkvæmdir hefjast. Elsta bygging núverandi húsakosts í Hlaðgerðarkoti er komin vel til ára sinna og svarar ekki kostnaði að gera við hana og því löngu tímabært að byggja nýtt. Stjórn Samhjálpar hefur ákveðið að ganga til samninga við Guðmund Gunnlaugsson hjá Archús arkitektum um hönnun nýs húss í Hlaðgerðarkoti. Við viljum færa þeim Rúnari og Svani hjá Rúm teiknistofu bestu þakkir fyrir vinnu sína í tengslum við landssöfnunina. Teiknistofan sá um gerð þeirrar myndvinnslu sem notast var við í söfnuninni. Ákveðið hefur verið að fara aðra leið í hönnun hússins og því skilja leiðir. Um leið og við hlökkum til samstarfsins við Guðmund óskum við Teiknistofunni Rúm alls hins besta í framtíðinni. Um leið og teikningar liggja fyrir og byggingarleyfi fengið munu framkvæmdir hefjast. Von okkar er að það geti orðið á vordögum eða fyrrihluta sumars.

Comments


bottom of page