top of page

Þakklæti hefur víðtæk áhrif til góðs

Beinum sjónum að þakklætinu Þakklæti er stórmerkilegt fyrirbæri. Það hefur víðtæk áhrif til góðs í lífi þeirra sem ástunda það. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að þakklæti hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Þakklæti hefur auk þess áhrif á félagsleg tengsl okkar og styður við leiðtogamenningu innan fyrirtækja. Það er gott að hafa hugfast að eðlishvöt okkar beinist að hættumerkjum og því sem getur farið úrskeiðis í kringum okkur. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við getum þjálfað okkur í að taka eftir því góða. Við getum hreinlega ástundað þakklæti með því að taka okkur tíma reglulega til að þakka fyrir það sem við höfum.

Áhrif þakklætis á líkamlega og andlega heilsu Rannsóknir hafa sýnt fram á margvísleg áhrif þakklætis á líkamlega heilsu. Þakklæti ku styrkja ónæmiskerfið, draga úr verkjum og eymslum auk þess sem sýnt hefur verið fram á tengsl milli þakklætis og lækkunar á blóðþrýstingi. Þakklátir eru líklegri til að stunda hreyfingu og hugsa betur um heilsuna auk þess sem þeir hvílast betur og sofa betur. Það er því til mikils að vinna að ástunda þakklæti. Það er ekki bara líkamleg heilsa sem batnar við ástundun þakklætis, heldur einnig andleg heilsa. Þakklæti eykur tíðni jákvæðra tilfinninga, eykur sjálfstraust, dregur úr streitu auk þess að ýta undir jákvæðni og gleði. Þakklæti hjálpar til við bata, til dæmis í kjölfar neyslu, auk þess sem það dregur úr þunglyndi og depurð.

Þakklæti á vinnustöðum

Þrjú stig þakklætis Doktor Robert Emmons, leiðandi sérfræðingur í rannsóknum á þakklæti, hefur skilgreint þrjú stig þakklætis. Fyrsta stigið er að bera kennsl á það sem við erum þakklát fyrir. Annað stigið er að viðurkenna það og þriðja stigið er að kunna að meta það sem við erum þakklát fyrir.

Dæmisaga um þakklæti Margir kannast við goðsögnina um Mídas konung sem oft hefur verið notuð til að vara fólk við græðgi. Mídas þráði að eignast ógynni af gulli og fannst aldrei nóg til. Ósk hans varð að veruleika þegar allt sem hann snerti varð að gulli. En fljótlega breyttist draumur Mídasar í martröð þegar hann hætti að geta matast því ekki gat hann borðað gull. Græðgi hans varð honum því að falli. Þann lærdóm má einnig draga af sögunni um Mídas að þeir sem eru þakklátir og kunna að meta það sem þeir hafa, verði síður græðginni að bráð.

Nokkur ráð fyrir þá sem vilja temja sér þakklæti

Sagt um þakklæti

„Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“ Filippíbréfið 4:6„Þakkaðu fyrir það sem þú hefur og þér mun hlotnast meira. Ef þú einblínir á það sem þig skortir, muntu aldrei eignast nóg.“ Oprah Winfrey„Krjúptu á púða þakklætis til að fara með kvöldbænirnar.“ Maya Angelou„Þakklæti er ekki aðeins æðsta dyggðin, heldur foreldri allra dyggða.“ Marcus Tullius Cicero„Þakklæti skýrir fortíðina, færir frið inn í nútíðina og mótar framtíðarsýn. Melody Beattie„Þegar við tjáum þakklæti okkar, megum við aldrei gleyma að æðsta form þakklætis verður ekki tjáð í orði, heldur í verki.“  John F. Kennedy

Bækur og fleira um þakklæti Jim Stovall skrifaði merkilega bók sem heitir á frummálinu The Ultimate Gift og kom út í íslenskri þýðingu undir yfirskriftinni Allra besta gjöfin. Bókin er metsölubók um allan heim og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Hún fjallar um ungan mann sem stendur á krossgötum þegar frændi hans skorar á hann með óvenjulegum hætti. Bókin lýsir ferðalagi unga mannsins í leit að svörum við mörgum af mest aðkallandi spurningum lífsins. Lestur bókarinnar veitir lesendum tækifæri til að íhuga tilgang lífsins og gildi handan veraldlegra gæða. Þar spilar þakklætið mikilvæga rullu. Bókin er fáanleg á hljóðbók á íslensku auk þess sem hún er til á mörgum bókasöfnum. Kristín Jóna Kristjónsdóttir verslunarstjóri Verslunarinnar Jötu, mælir með að fylgjast með efni frá Morgan Harper Nichols, fyrir þá sem vilja lesa sig til um þakklæti. „Við eigum eina bók eftir hana sem heitir All along you were blooming. Hún er líka með hlaðvarp með stuttum hugleiðingum sem er virkilega flott. Það heitir einfaldlega The Morgan Harper Nichols show. Hún er líka með virkilega flott instagram @morganharpernichols,“ segir Kristín Jóna.

Comentários


bottom of page