top of page

Þið sem hlaupið!



Nú hafa 5 hlauparar skráð sig inn á www.hlaupastyrkur.is og eru byrjaðir að safna áheitum til styrktar Samhjálp. Við hvetjum alla sem hyggjast hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til að skrá sig sem fyrst og byrja að safna. Hafið einnig samband við skrifstofu Samhjálpar í Skútvogi 1g eða sendið tölvupóst á steingerdur@samhjálp.is því við ætlum að styðja vel við hlauparana okkar í sumar með æfingum, áheitum og fleiru. Samhjálp verður á hlaupum í allt sumar og við ætlum að slá met bæði hvað varðar fjölda hlaupara og þá upphæð sem safnast. Reimið nú á ykkur hlaupaskóna og látið okkur vita hvað þið ætlið að hlaupa langa vegalengd.

Comments


bottom of page