Það er einstaklega ánægjulegt að segja frá því að aldrei hafa fleiri hlauparar kosið að hlaupa til styrktar Samhjálp í Reykjavíkurmaraþoninu. Þau eru átta sem valið hafa að láta sín áheit renna til samtakanna og nú þegar hafa safnast 843.500 kr. Við erum ákaflega þakklát þessu frábæra fólki fyrir samhug þeirra, dugnað og framtakssemi og hvetjum ykkur öll til að fara inn á https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/416-samhjalp velja ykkar uppáhaldshlaupara og styrkja hann. Reykjavíkurmaraþonið hefur fest sig í sessi og vekur orðið athygli langt út fyrir landssteinana. Að geta ræktað eigið heilbrigði og lagt góðum málefnum lið er svo aukabónus fyrir alla þá sem taka þátt hvort sem það er með að hlaupa, ganga eða styrkja.
top of page
bottom of page
Comments