top of page

Aukinn aðgangur - aukin neysla




Hingað til hafa íslensk stjórnvöld viðurkennt að áfengi er ekki venjuleg neysluvara og þess vegna takmarkað aðgengi að því. Alþjóðlegar rannsóknir staðfesta að sú leið er vænleg til að draga úr neyslu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunun hefur hvatt stjórnvöld alls staðar til að notfæra sér hana og önnur möguleg úrræði, enda áfengi og neysla þess stórt heilbrigðisvandamál um allan heim.


Samkvæmt tölum WHO deyja árlega 3 milljónir manna af völdum áfengisneyslu. Vandinn er útbreiddastur í Evrópu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra opnaði nýlega ráðstefnu í Þjóðminjasafninu, Lýðheilsa og áfengi-hver vilja kúvenda stefnunni og bjóða hættunni heim? Hann sagðist í erindu sínu hafa trúað á þekkingu og frelsi en eftir að hann settist í stól ráðherra hafi hann orðið einarður talsmaður forvarna. Með þeim orðum var hann að vísa til íslensku leiðarinnar, en hún felst í að banna smásölu áfengis utan Áfengisverslunar ríkisins, skattleggja áfengi, banna áfengisauglýsingar og setja aldurstakmörk á hverjir megi kaupa áfengi.

Hann hefur í starfi sínu orðið að horfast í augu við þá samfélagslegu áskorun sem neysla áfengra drykkja skapar og gert sér ljóst að hún er samfélagsleg byrði. Willum Þór er einnig ötull talsmaður þess að halda uppi öflugu íþrótta- og tómstundastarfs ungmenna og telur það árangursríkt forvarnarmódel.

Willum Þór boðaði í erindu sínu staðfestu í stefnu stjórnvalda í forvarnarmálum og benti á að verið væri að endurskoða stefnu stjórnvalda í vímuvarnarmálum. Í því sambandi vísaði hann til þeirrar stefnu er nú er í gildi og sagði orðin standa en þau þyrfti að uppfæra með tilliti til lýðheilsu og heilbrigðis.

 

Comments


bottom of page