Skrifstofu Samhjálpar barst áhugaverður póstur fyrir helgina. Þar er vakin athygli á því að fólk sem stendur í framkvæmdum og hyggst mála hjá sér getur núna styrkt Samhjálp um leið og það fegrar umhverfi sitt. Hér er fréttatilkynningin frá Flügger:
Kæra Samhjálp, fél./FA!
Núna er aftur boðið upp á dúndurtilboð til meðlima Flügger Andelen 😊. Við sendum þennan póst með upplýsingum um þetta flotta tilboð svo þú getir auglýst tilboðið á þínum miðlum og hækkað styrktargreiðsluna frá Flügger.
Frá mánudeginum 18.mars og til og með mánudeginum 25.mars, 2024 geta allir Andelen meðlimir og þeir sem vilja styrkja sitt félag/hagsmunasamtök fengið 30% afslátt af því sem þeir kaupa hjá Flügger og 5% af þeim kaupum renna til þíns félags/hagsmunasamtaka.
Við viljum benda öllum þeim sem vilja styðja Samhjálp og standa í framkvæmdum um þessar mundir á þetta flotta tilboð.
Comments