Jólablað Samhjálparblaðsins er komið út. Að venju er það stútfullt af áhrifamiklum viðtölum og áhugaverðu efni. Andri Vilhelm Guðmundsson og Rebekka Rut Guðmundsdóttir urðu ástfangin meðan bæði voru í neyslu en náðu saman á ný eftir að hafa öðlast styrk og bata hvort í sínu lagi. Íris Guðmundsdóttir söngkona varð fyrir alvarlegu áfalli fjögurra ára gömul og glímdi við afleiðingar þess alla sína æsku. Hún segir magnaða sögu sína í þessu blaði. Það gerir María Albertsdóttir líka. Hún smakkaði fyrst vín tólf ára en er núna í Grettistaki og hefur aldrei liðið betur. Samhjáparblaðið ræddi við Rannveigu Maríu Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra félagslegra íbúða hjá Kópavogsbæ um gildi áfangaheimila og það starf sem þar fer fram. Þetta og margt fleira athyglisvert er að finna í nýju og glæsilegu jólablaði.
top of page
bottom of page
Comments