top of page

Einstaklingsmiðuð viðhaldsmeðferð



Nýlega var staddur hér á landi svissneskur geðlæknir og sérfræðingur í fíknilækningum, Thilo Beck. Hann var hér á vegum Matthildar samtakanna og hélt fyrirlestur á málþingi á þeirra vegum á Hótel Natura. Thilo hefur langa reynslu af að meðhöndla þá sem glíma við ópíóðafíkn með lyfljum. Meðal þess sem kom fram í máli hans er að ekki sé nein einföld lausn er henti öllum. Menn þurfi að prófa sig áfram og vinna með hvern einstakling fyrir sig.

Thilo Beck hélt erindi á málþingi Matthildar um viðhaldsmeðferðir undir forskriftinni Addiction Medicine in a Public Health and Harm Reduction Perspective - the Swiss Experience. Vitað er stór hluti þeirra sem glíma við þungan og langvarandi fíknivanda skila sér ekki í meðferð vegna skorts á úrræðum. Þeir hafa margir hverjir oft farið þá leið en virðast ekki ná bata eftir þeim leiðum sem bjóðast. Thilo brýnt að hópnum verði mætt ekki hvað síst til að ná fólki úr hringiðu afbrota og heilsuspillandi aðstæðna.

Thilo Beck er geðlæknir og yfirlæknir við Arud, miðstöð fíknilækninga í Sviss. Í erindi sínu fór hann í gegnum þau lyf sem notuð hafa verið í viðhaldsmeðferð og hvernig menn hafa prófað sig áfram með notkun þeirra. Í ljós kom að mjög einstaklingsbundið er hvernig lyf fólk þarf og nauðsynlegt að sníða meðferðina að hverjum og einum. Þegar vel tekst til hefur fólki tekist að bæta lífsgæði sín til muna og náð að komast í meiri virkni í samfélaginu og tengjast fjölskyldum sínum að nýju.

Málþingið Viðhaldsmeðferðir, staða, áskoranir, framtíðarsýn var haldið á Hótel Natura þann 25. september síðastliðinn en Matthildar samtökin eru brautryðjendur á sviði hugmyndafræði skaðaminnkunar hér á landi. Samtökin eru kennd við Matthildi Jónsdóttur Kelley en hún hefur verið öflugur málsvari skaðaminnkunar um áratugabil og baráttukona fyrir réttindum fólks sem glímir við fíknivanda. Matthildur flutti ung frá Íslandi til Chicago í Bandaríkjunum, glímdi sjálf við fíkn og heimilisleysi um árabil en hefur náð bata og vinnur við að hjálpa öðrum í þeirri stöðu sem hún var í sjálf.

 

Comments


bottom of page