top of page

Einstaklingurinn í fyrirrúmi

Byrja fljótt að leita að vinnu

Framúrstefnulegar aðferðir og áhugaverð framtíðarsýn Þótt IPS hafi upphaflega verið þróað til að nýtast fólki sem glímir við andleg veikindi að finna leið inn á vinnumarkaðinn aftur og starf við hæfi hafa hugmyndafræðin og aðferðirnar verið víkkaðar út og notaðar til að styðja margvíslega og ólíka hópa víða um heim. Meðal annars má nefna uppgjafahermenn að ná sér af áfallastreitu, fólk sem glímir við kulnun, manneskjur að ná sér eftir langvarandi alvarleg veikindi og einstaklinga í bata frá fíknisjúkdómum. Hér á landi hefur VIRK hingað til verið eina úrræðið og gegnt lykilstöðu í að styðja og aðstoða fólk, oft með flókinn og fjölþættan vanda í að bæði ná bata og starfsgetu að nýju. Og VIRK-starfsendurhæfingarsjóður hefur einnig verið leiðandi í rannsóknum á árangri þeirra aðferða sem notaðar eru til að byggja upp skjólstæðingana og vegferð þeirra eftir að þeir ljúka endurhæfingunni og hefja störf að nýju. IPS gengur út að tryggja að fólk taki fljótt þátt í samfélaginu aftur sem fullgildir meðlimir í því, samhliða vandaðri endurhæfingarstarfsemi þar sem tekið er á sértækum vanda hvers og eins og hann byggður upp líkamlega jafnt sem andlega. Að baki hverjum og einum er teymi og er hlutverk þeirra m.a. að finna starf fyrir einstaklinginn. Atvinnuráðgjafar leita uppi áhugasama vinnuveitendur, fá þá í samstarf og rækta tengslin við þá. IPS-rannsóknir hafa nú verið stundaðar í mörgum löndum í nægilega langan tíma til að ljóst sé að niðurstöður þeirra eru stöðugar og benda eindregið til að þátttaka á vinnumarkaði skili einstaklingnum árangri og aukinni vellíðan, vinnuveitendum góðum starfskröftum og samfélaginu verðmætum þjóðfélagsþegnum.

Atvinna forspárþáttur hvað varðar edrúmennsku Meðal þeirra sem sýnt hefur verið fram á að geti notið góðs af aðferðum IPS er fólk sem glímir við fíknivanda. Oft myndast gat í ferilskrá fólks vegna þess vanda og það kann að skapa tortryggni meðal atvinnurekenda. Fordómar og skilningsleysi á aðstæðum fólks sem glímir við fíknisjúkdóma geta einnig ráðið þar miklu. Þá er mikilvægt að hafa aðgang að starfsendurhæfingu og fá í gegnum hana tækifæri til að vinna að lausn. Að fá vinnu og komast aftur út á vinnumarkaðinn er, samkvæmt rannsóknum, einn forspárþáttur árangursríkrar fíknimeðferðar og langvarandi edrútíma að meðferð lokinni. Hafi einstaklingurinn fasta vinnu virðist hann sinna eftirmeðferð sinni og edrúmennsku af meiri áhuga og metnaði en þeir sem ekki hafa vinnu. Þeir hafa einnig meiri möguleika á að byggja upp sjálfstætt og ánægjuríkt líf. Sjálfsöryggi þeirra eykst, sjálfsmyndin batnar og þeir fara að líta á sig sem fullgilda þegna í samfélaginu. Atvinnunni fylgja einnig aukin félagsleg tengsl og möguleikar á menntun eða endurmenntun. Inntökuviðmið VIRK fyrir einstaklinga með fíknivanda eru metin út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Þá er horft til stöðugleika í edrúmennsku og líðanar einstaklings. Einstaklingur verður þó sem áður að uppfylla önnur viðmið VIRK um rétt til þjónustu, og er edrúmennska skilyrði á meðan á starfsendurhæfingu stendur. Við skrif þessarar greinar var stuðst við fjölmargar greinar á heimasíðu VIRK, í ársrit VIRK, auk upplýsinga af heimasíðu landlæknisembættisins og erlendra greina á internetinu.

Ósigurinn ekki heppilegur

Comments


bottom of page