top of page

Forréttindi að vera föngum samferða stuttan spöl

Hrein og tær einlægni „Sérstakur fangaprestur hefur verið starfandi frá árinu 1970. Starfsvettvangur fangaprests eru fangelsin og þjónusta við fanga, aðstandendur þeirra og aðra er láta sig eitthvað varða um hag þeirra,“ segir í starfslýsingu á vefnum kirkjan.is. Hvað finnst þér helst felast í starfinu? „Langstærsti hlutinn er sálgæsla og samtöl. Að fá að vera prestur með þetta erindi í þessu starfi er algjör forréttindi og líka að fá að koma þarna inn og fá að vera samferða fólkinu einhvern smáspöl. Sumir vinna við að dæma og aðrir að greina en ég kem þarna og er bara samferða stuttan vegspotta. Trúin er auðvitað mitt leiðarljós en það er ekki þar með sagt að við séum alltaf að tala um trúna. Við tölum alveg eins um veðrið og lífið í allri sinni mynd.“

Þakka Samhjálp lífsbjörginaSérðu fyrir þér að halda áfram lengi í þessu starfi? „Nei, ekki endilega. Það eru heilmiklar framkvæmdir að fara í gang á Litla-Hrauni. Meðal annars er verið að koma upp betri aðstöðu til að tala við fólk í einrúmi og mig langar að vera með í þeim breytingum. Hvað sjálfa mig varðar held ég að ekki sé heppilegt að vera allt of lengi í þessu starfi, en það eru ákveðnir þættir sem mig langar að sjá verða að raunveruleika áður en ég hætti.“ Samhjálp gefur öllum föngum á landinu jólagjafir. Hefur þú í starfi þínu orðið vör við viðbrögð við því? „Samhjálp vinnur einfaldlega svo merkilegt starf. Í því sem að mér snýr er tengingin við Kaffistofuna sterk. Starfið þar er lífsbjörg fyrir svo marga. Við höfum öll þessar grunnþarfir og ég heyri talað af svo mikilli hlýju og virðingu um móttökurnar þar. Svo eru auðvitað þau sem fá að ljúka afplánun í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Fólk sem fer í meðferð þar fær að upplifa eitthvað alveg sérstakt. Það eru ýmis tengsl við fangelsin og sumir fangar tala um Samhjálp sem algjöra lífsbjörg. Ég finn líka að fólk sem vill fá fyrirbæn kemur oft úr þessu umhverfi og það er svo fallegt,“ segir Sigrún að lokum.

Opmerkingen


bottom of page