top of page

FRÉTTIR AF REYKJAVÍKURMARAÞONINU


Fimmtán hlauparar voru skráðir til leiks fyrir Samhjálp í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór s.l. laugardag og hlupu þessar hetjur allt frá þremur kílómetrum og upp í hálf-maraþon. Það söfnuðust hvorki meira né minna en 851.110 kr. í gegnum síðuna hlaupastyrkur.is.

Sá 16. sem hljóp fyrir samtökin var, eðli málsins samkvæmt, ekki skráður á neina síðu heldur hljóp hann 10 kílómetra á hlaupabretti innan veggja Fangelsins Hólmsheiði. Hann safnaði áheitum frá  samföngum, fangavörðum og öðru starfsfólki fangelsins og svo vinum og vandamönnum. Fyrir hans tilstilli söfnuðust 200.372 krónur. Vörður Leví Traustason, framkvæmdarstjóri Samhjálpar, fór í Fangelsið Hólmsheiði í gær til að taka formlega við upphæðinni sem safnaðist og að hitta hlaupagarpinn, sem vildi koma því á framfæri að þótt hann hefði svitnað á hlaupabrettinu að þá væri þetta samvinnuverkefni allra sem komu að hlaupinu innan fangelsisins - án þeirra hefði þetta ekki ekki tekist. Þannig að samtals söfnuðust 1.043.414 þúsund krónur! Við hjá Samhjálp erum svo óendanlega þakklát öllum þeim sem lögðu það á sig að hlaupa fyrir samtökin, sem og öllum þeim sem studdu við bakið á hlaupurunum með því að heita á þá. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt, bæði undirbúningurinn og svo dagurinn sjálfur, þvílík stemning! Við erum strax orðin spennt fyrir hlaupinu að ári. Kærar þakkir fyrir okkur!

Comments


bottom of page