top of page

FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN


STÓR DAGUR OG MERKUR ÁFANGI Í SÖGU SAMHJÁLPARFyrsta skóflustungan að nýbyggingu í Hlaðgerðarkoti, meðferðarheimili Samhjálpar var tekin í dag miðvikudaginn 26. október 2016. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson og Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar tóku skóflustunguna. Nú er tæpt ár liðið frá því Samhjálp og 365ehf voru með landssöfnun á Stöð 2 fyrir þessu verki. Þá söfnuðust um 85 milljónir í gjöfum og loforðum þegar framkvæmdir hefjast. Arkitekt nýja hússins er Guðmundur Gunnlaugsson hjá Archus arkitektum. Verkfræðiteikningar eur í höndum Benjamíns Inga Guðmundssonar verkfræðings hjá VSB verkfræðistofu og lóðarhönnun sér Gísli Rafn Guðmundsson borgarhönnuður um. Allir þessir aðilar gefa vinnu sína og hönnun. Samið hefur verið við BM-Vallá um forsteyptar einingar frá Smell-inn og mun húsið verða reista í nóvember, desember. Áætlað er að loka húsinu um eða uppúr næstu áramótum. Nýja húsið, sem er fyrsti áfangi af þremur, verður 170m2 að stærð og tengir tvö núverandi hús saman. Ístak sér um framkvæmdir að nýja húsinu. Þetta hefði ekki verið mögulegt án aðkomu einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga sem gáfu í landssöfnunina sem fór fram þann 21. nóvember 2015 á Stöð 2. Samhjálp færir öllum sem lagt hafa þessu góða málefni lið, kærar þakkir.

Kommentare


bottom of page