top of page

Góðgerðafélög efla lýðræðið

Góðgerðafélög gegna lykilhlutverki í að byggja upp góð og heilbrigð samfélög. Þau styðja við lýðræðið og skapa vettvang til bæði að hjálpa þeim sem hafa veika stöðu og þrýsta á stjórnvöld að bæta sig í tilteknum málum. Þau gegna einnig mikilvægu hlutverki í að fræða fólk um ákveðin málefni og vekja það til umhugsunar um aðstæður annarra. Öll höfum við gott af að láta okkur hag annarra varða.

 

Samhjálp eru slík samtök en í þau fimmtíu ár sem þau hafa starfað hefur markmiðið ævinlega verið að mæta fólki í vanda þar sem það er statt og rétta því hjálparhönd. Þetta hefur verið gert með því meðal annars að bjóða heimilislausu fólki og öðrum sem búa við neyð heitan og næringarríkan mat í Kaffistofu Samhjálpar. Þar er einnig að finna skjól og félagsskap í erfiðum aðstæðum. Samhjálp hefur einnig náð að byggja upp meðferðarheimili að Hlaðgerðarkoti þar sem veitt er fagleg og einstaklingsmiðuð meðferð fyrir fólk sem glímir við fíkn. Að meðferð lokinni taka þrjú áfangaheimili við en þar fær fólk stuðning við að stíga fyrstu skrefin að sjálfstæðu lífi.


Þann 23. janúar næstkomandi mun Samhjálp í samstarfi við Borgarbókasafnið gangast fyrir opnu samtali um hlutverk góðgerðarfélaga í lýðræðissamfélagi. Viðburðurinn er opinn og við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í líflegum umræðum, www.facebook.com/events/7023281554426048

댓글


bottom of page