Fulltrúar Oddfellowstúkunnar Ara fróða kom færandi hendi í heimsókn á skrifstofu Samhjálpar þann 6. desember síðastliðinn. Stúkan ákvað að veita Samhjálp styrk fyrir jólin að fjárhæð 750.000 kr. Fyrir hönd stúkunnar mættu Jón Viðar Óskarsson, Ómar Sveinsson og Rúnar Kristinsson og afhentu styrkinn. Við hjá Samhjálp þökkum Oddfellowstúkunni Ara fróða kærlega fyrir velvildina og örlætið en þess má geta að Samhjálp hefur notið ótrúlegs stuðnings og hjálpar frá Oddfellow-samtökunum í gegnum tíðina. Það er okkur ómetanlegt.
Comments