top of page

Góðvild og jólagleði íslenskra fyrirtækja



Mörg fyrirtæki eru með þá stefnu að gefa og gefa rausnarlega til samfélagsins sem þau starfa í. Samhjálp nýtur velvildar margra þessar fyrirtækja á hverju ári. Okkur langar að þakka sérstaklega í ár eftirtöldum fyrirtækjum:

 

·       Deloitte ákvað að styrkja Samhjálp um 200.000 kr. til þess að samtökin gætu hjálpað öðrum að eiga gleðileg jól.

  • Veitinga- og sælkerastaðurinn Olifa styrkti Kaffistofuna með því að kaupa hátíðamáltíðir handa öllum þeim sem sækja Kaffistofuna á gamlársdag. Þess má geta að styrkur þeirra nemur 900.000 kr. en það eru um það bil 360.

  • Nettó ákvað að styrkja Samhjálp um 500.000 kr. og sjá þannig til þess að allir eigi kost á gómsætri jólamáltíð.

  • Fasteignasalan Gimli styrkti okkur einnig um 500.000 kr. svo samtökin nái að sinna öllum þeim verkefnum sem eru á okkar borði um jólin.

  • Arion banki ákvað að styrkja um heilan hátíðardag en sá styrkur nemur 900.000 kr. og því þurfa þeir sem koma á Kaffistofuna á aðfangadag engu að kvíða. Þar verður á borðum jólamáltíð.

  • Landsvirkjun ákvað að styrkja samtökin um því sem nemur einum venjulegum degi á Kaffistofunni með hversdagsmat, kaffi og meðlæti en sú upphæð nemur 400.000 kr.

 

Við viljum taka fram að mörg fleiri fyrirtæki styrktu Samhjálp af miklu örlæti fyrir þessi jól en vildu gera það nafnlaust. A4 hefur svo verið að selja Snjókornið til styrktar Samhjálp en það er sérlega fallegt jólaskraut úr endurunnu plasti. Einstaklega áhugaverð og umhverfisvæn hugmynd hjá fyrirtækinu að safna öllu plasti sem fellur til yfir árið og fá svo íslenskt frumkvöðlafyrirtæki til að endurvinna það á þennan hátt. Enn er ekki vitað hve há upphæð mun safnast en það fer alveg eftir því hversu dugleg þið eruð að kaupa Snjókornið 2024. Það þarf ekki að taka fram að Samhjálp þakkar af heilum hug þessum frábæru velunnurum okkar fyrir stuðninginn í ár og í gegnum tíðina. Við óskum öllum vinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og öllum landsmönnum árs og friðar.   

 

 

Comentarios


bottom of page