Gefum hátíðarmáltíð
- steingerdur0
- Mar 25
- 1 min read

Í vetur, eins og í fyrra vetur hefur Kaffistofa Samhjálpar verið opin lengur á daginn eða til kl. 16.30 í stað kl. 14.00 og þannig verður opnunartíminn út mars. Góð reynsla er komin á þennan lengda opnunartíma og skjólstæðingar Kaffistofunnar ánægðir með að hafa skjól á þessum tíma. Nú nálgast stórhátíð þar sem flestir njóta samveru með fjölskyldu og vinum og hátíðarmatar. Á Kaffistofu Samhjálpar eru gefnar allt að 250 máltíðir á dag og nú höfum við hafið söfnun til að geta gefið öllum sem til okkar leita páskamáltíð. Við hvetjum alla sem geta til að gefa páskamáltíð. Hægt er að styrkja Samhjálp í gegnum heimasíðu samtakanna, www.samhjalp.is.
Comments