top of page

„Gott að starfa með frábæru fólki“

„Atvinnuþátttaka er svo mikilvæg. Flestir vilja geta tekið þátt í atvinnulífinu og vinna skapar mörgum hlutverk í lífinu. Í vinnu öðlumst við jafnframt félagsþroska og spreytum okkur í samskiptum við annað fólk.“ Atvinnuþátttaka er svo mikilvæg. Flestir vilja geta tekið þátt í atvinnulífinu og vinna skapar mörgum hlutverk í lífinu. Í vinnu öðlumst við jafnframt félagsþroska og spreytum okkur í samskiptum við annað fólk. Einnig er mörgum mikilvægt að taka þátt í að skapa verðmæti.“

Innsýn í margbreytileika mannlegrar tilveru

Einstaklingsbundin endurhæfingarúrræði VIRK er fyrir einstaklinga sem hafa skerta starfsgetu vegna heilsubrests. Heilsubresturinn getur verið af ýmsum ástæðum. Endurhæfingarúrræðin eru byggð upp í samræmi við það. Fólk þarf að vilja fara út á vinnumarkaðinn og vera tilbúið til að taka þátt í skipulögðum og fjölbreyttum úrræðum í samráði við ráðgjafa sinn. „Fólk sem leitar til okkar er á öllum aldri, úr öllum starfsstéttum og öllum geirum samfélagsins. Það eru ýmsar áskoranir að baki – alls ekki alltaf kulnun. Fólk getur hafa lent í áföllum, slysum eða líkamlegum veikindum jafnt sem andlegum. Það þarf að vera staðfestur heilsubrestur til að fólk komist að hjá VIRK. Fólk þarf að vera tilbúið í ákveðna þátttöku og virkni til undirbúnings til þátttöku á vinnumarkaði. Í einhverjum tilfellum hefst atvinnuþátttakan að hluta til sem hluti af endurhæfingaráætlun en í öðrum tilfellum þarf fólk lengri tíma til aðlögunar. Það eru gerðar miklar kröfur í starfsendurhæfingunni hjá VIRK sem hentar ekki öllum. Við metum það í hverju og einu tilfelli hvort VIRK henti fólki eða hvort önnur úrræði séu betri fyrir það. Það eru ýmis úrræði í boði og í sumum tilfellum vísum við fólki annað til að byrja með áður en þau koma til okkar. Við förum með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og ég hef til að mynda ekki aðgang að upplýsingum um það hverjir eru hjá VIRK. Ég veit ekki hvaða einstaklingar nýta þjónustuna heldur einbeiti mér að stóru stefnumálunum,“ segir Vigdís.

„Það eru gerðar miklar kröfur í starfsendurhæfingunni hjá VIRK sem hentar ekki öllum. Við metum það í hverju og einu tilfelli hvort VIRK henti fólki eða hvort önnur úrræði séu betri fyrir það.“

Markmiðið að einstaklingurinn fái að blómstra

Comments


bottom of page