top of page

HÆNSNAÞJÓFNAÐUR Á MEÐFERÐARHEIMILI SAMHJÁLPAR Í MOSFELLSDAL



Aðfaranótt sunnudagsins 17. september var farið inn í hænsnakofa sem stendur á lóð meðferðarheimilisins Hlaðgerðarkots og stolið þaðan fimm hænum og einum hana.




Í SKJÓLI NÆTUR Búið er að kæra þjófnaðinn til lögreglu. Skjólstæðingum og starfsfólki Hlaðgerðarkots var að vonum mjög brugðið er þau komu að kofanum á sunnudagsmorguninn til að huga að hænsnunum og sáu hvað gerst hafði um nóttina. Ljóst þykir að hver sem tók fiðurfénaðinn ófrjálsri hendi vissi sitt hvað um hænsnarækt þar sem fimm hænur á móti einum hana þykja ákjósanleg hlutföll í hænsnabúi. Búið er að kæra þjófnaðinn til lögreglu.


Comments


bottom of page