top of page

Húsó - stórfínir þættir




Nú er nýlokið á RÚV sýningum á þáttunum Húsó. Þar er sögð saga Heklu sem hefur nýlokið meðferð og er að reyna að fóta sig í lífinu að nýju. Hún er skikkuð til að skrá sig í nám í Hústjórnarskóla Reykjavíkur og í byrjun blæs ekki byrlega. Skólastýran er sannfærð um að þessi stúlka eigi ekki heima þarna og Hekla er í raun sömu skoðunar. En þegar líða tekur á veturinn breytast viðhorf þeirra beggja og í raun allra nemenda skólans. Samstaða og hlýja vex og allt útlit er fyrir að yfir gamaldags sláturgerð, peysuprjón og harðangur og klaustur eigi eftir að verða björg fyrir Heklu.

 

Þættirnir eru mjög vel gerðir. Handritið er skrifað af mátulegri blöndu af hlýju, húmor og raunsæi og leikur þeirra Eddu Björgvinsdóttur og Ebbu Katrínar Finnsdóttur er framúrskarandi. Hið sama má í raun segja um alla leikara þáttanna því þeir skapa hver um sig trúverðugar, skýrar og skemmtilegar persónur. Þetta er mjög gott sjónvarpsefni sem óhætt er að mæla með.

Comments


bottom of page