top of page

Húsnæði umfram allt

„Vegna þess hafa safnast þó nokkrar upplýsingar og þekking á því hversu árangursrík hugmyndafræðin er. Hún hefur sannað gildi sitt ekki hvað síst hvað varðar sparnað.“ Hugmyndin kom fyrst fram í kringum árið 1990 og upp frá því var hún tekin upp og mótuð af sveitar- og bæjarstjórnum um hinn vestræna heim. Vegna þess hafa safnast þó nokkrar upplýsingar og þekking á því hversu árangursrík hugmyndafræðin er. Hún hefur sannað gildi sitt ekki hvað síst hvað varðar sparnað. Borgir á borð við Helsinki, Vín, Salt Lake City, Columbus og fleiri hafa starfað eftir henni og bæði fækkað til muna útigangsfólki og lækkað kostnað vegna heilbrigðisþjónustu, neyðarskýla, neyðarþjónustu og löggæslu í kjölfarið. Þess ber þó að geta að til að mynda í Bandaríkjunum og fleiri stærri löndum eru sjálfstætt starfandi góðgerðafélög sem tekið hafa upp stefnuna og unnið með hana með stuðningi ríkis og sveitarfélaga. Fram að þeim tíma að menn fóru að ræða um og leita annarra leiða til að leysa húsnæðisvanda heimilislausra hafði áhersla verið lögð á gistiskýli og neyðarathvörf. Þau hafa þann kost að veita skjól en þann ókost að vera tímabundin lausn og þeir sem njóta þjónustunnar upplifa ekki raunverulegt öryggi né að þeir eigi sér heimili eða eitthvert rými bara fyrir sig. Á sama tíma og neyðarskýli voru rekin var heimilislausu fólki boðin stigvaxandi aðstoð eftir því hversu vel því gekk að taka á vanda sínum en skilyrði var að það tæki á öllum vandamálum sínum áður en því væri úthlutað húsnæði. Það fékk inni í meðferð, fór í framhaldsmeðferð og á áfangaheimili og síðan tók við bið eftir félagslegu húsnæði eða öðrum úrræðum. Einstaklingurinn þurfti að sýna fram á vilja til að takast á við og ráða við vanda sinn áður en hann var verðlaunaður með aukinni aðstoð og betri aðstæðum.

Manneskjan boðin velkomin á eigið heimili

„Þegar fólk er komið með fastan samastað er einnig auðveldara að nálgast það og halda áfram að styðja það í atvinnuleit, fjármálastjórnun, innkaupum og skipulagningu daglegs lífs. Housing First-hugmyndafræðin hefur einmitt skilning á að svo sé og býður slíkan stuðning.“ Í Housing First-hugmyndafræðinni er einnig gert ráð fyrir að vandi skjólstæðinganna sé fjölbreytilegur og flókinn. Fólk glímir við hegðunarvanda, andleg veikindi, fíkn, líkamlega sjúkdóma, fötlun, kvilla og stundum allt þetta. Eins og áður var sagt er valið mikilvægt. Að fólk hafi eitthvað að segja um hvers konar aðstoð það fær og hvenær. Þegar einstaklingur leitar sér hjálpar og velur það form sem honum hentar aukast líkurnar á að lausnin verði varanleg og uppbyggileg. Housing First-hugmyndafræðin er því bæði fjölbreytt og margþætt. Gengið er út frá því að það þurfi beinlínis að klæðskerasníða hjálpina að hverjum og einum. Housing First er oft aðeins fyrsta skref margra í leið að bata og þegar fólk hefur komið undir sig fótunum færir það sig yfir á almennan húsnæðismarkað, kaupir eða leigir. En hver og einn fær þann tíma sem hann þarf til að ná þeim áfanga. Í því sambandi er vert að taka fram að í Hollandi hafa menn kosið að hverfa frá Housing First-stefnunni í ákveðnum tilvikum og byrja fremur á að tryggja fólki athvarf í neyðarskýlum eða herbergi á áfangaheimilum.

Skilar margföldum árangri Housing First hefur ekki bara verið framfylgt til að leysa vanda fólks á götunni. Hún er einnig grunnhugmyndafræði að baki lausnum margra sveitarstjórna og bæjarfélaga þegar kemur að húsnæðismálum fatlaðra, langveikra og annarra sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Þá er gengið út frá því að fái fólk öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði auki það lífsgæði og vellíðan. Eftir því sem fleiri yfirvöld hafa kosið að innleiða þessa hugmyndafræði hafa meiri upplýsingar safnast um gildi hennar. Í öllum þeim borgum sem nefndar voru hér að ofan skilaði Housing First gríðarlegum og skjótum árangri. Hluti þeirra er voru heimilislausir þar þurftu einungis á tímabundnum stuðningi að halda og voru fljótir að ná vopnum sínum. Um leið og fólk fékk öruggt húsnæði minnkuðu einnig til muna heilsufarsvandamál tengd erfiðum aðstæðum þeirra á götunni, og í Bandaríkjunum voru 75% þeirra sem fengu aðstoð á þennan hátt enn í öruggu húsnæði að fimm árum liðnum. Sum voru innan félagslega kerfisins en önnur á almennum markaði.

„Hluti þeirra er voru heimilislausir þar þurftu einungis á tímabundnum stuðningi að halda og voru fljótir að ná vopnum sínum. Um leið og fólk fékk öruggt húsnæði minnkuðu einnig til muna heilsufarsvandamál tengd erfiðum aðstæðum þeirra á götunni, og í Bandaríkjunum voru 75% þeirra sem fengu aðstoð á þennan hátt enn í öruggu húsnæði að fimm árum liðnum.“ Könnun á viðhorfum skjólstæðinga til þeirrar aðstoðar sem þeir nutu leiddi einnig í ljós mikla ánægju. Fólkið upplifði að það hefði einhverja stjórn á eigin örlögum og litið væri á það sem persónur en ekki hluti. Því fannst ánægjulegt og gott að vera með í ráðum hvað varðaði öll sín mál og það hefur verið sýnt fram á að þetta fólk var tilbúnara að nýta sér þau úrræði sem buðust og náði betri árangri í að ná stjórn á eigin vanda en þeir sem voru innan annars konar félagslegs kerfis. Bætt heilsa, minni fíkniefnaneysla, færri tilvik ofbeldis, færri afbrot og minna atvinnuleysi voru einnig áberandi meðal þessa hóps í samanburði við hina. Margir höfðu náð að fara aftur í skóla og afla sér menntunar eða starfsþjálfunar. Niðurstöður rannsókna benda því eindregið til þess að Housing First-hugmyndafræðin sé ekki bara árangursrík fyrir einstaklingana heldur einnig líkleg til að minnka verulega þann útgjaldalið sveitarfélaga er snýr að félagslegri aðstoð.

Þúsund færri á götunni FinnlandiÁrið 2019 var haldin ráðstefna á vegum Geðhjálpar á alþjóðadegi heimilisleysis. Þar talaði Juka Kaakinen, framkvæmdastjóri Y-Säätiö í Finnlandi, um það hvernig Housing First-stefnan hefði reynst í Helsinki. Hann rifjaði upp að árið 1983 hefði verið ráðist í byggingu húsnæðis fyrir heimilislausa og þegar það reis hefði hann verið einstaklega stoltur af því. Þar var gert ráð fyrir tveimur í herbergi og hvor um sig hafði skápapláss til að geyma föt og aðrar eigur, sem þótti mikill lúxus á þeim tíma. Þetta átti að vera tímabundin lausn en úr var ekki bætt fyrr en árið 2009 og eins Juka bendir á í erindinu hafa slíkar lausnir tilhneigingu til að vara lengur en ætlast var til í upphafi. Hann benti hins vegar á að til allrar lukku hafi þetta breyst, ekki hvað síst vegna Housing First-hugmyndafræðinnar, og nú bjóðist mun betra og hentugra húsnæði. Undanfarin ár hefur Finnland verið eina land Evrópusambandsins þar sem heimilislausum fer fækkandi, en tekist hefur að fækka fólki á götunni um eitt þúsund, og sömuleiðis þeim sem búa í neyðarskýlum eða á áfangaheimilum. Það er ekki síst að þakka þeim félagasamtökum sem hann vinnur fyrir, en þau voru stofnuð árið 1985 og að þeim standa góðgerðasamtök og einkaaðilar. Þau hafa starfað í nánu samstarfi við opinbera aðila og náð að fjölga húsnæðisúrræðum og hjálpa ótal mörgum að finna lausnir á vandamálum sínum. Samtökin starfa eftir Housing First-hugmyndafræðinni.

Comments


bottom of page