top of page

„Hamingja er sögn“  

Hamingjan krefst ástundunar Hvað var Aristóteles þá að tala um? Jú, hann vildi meina að hamingja næðist aðeins í gegnum ástundun og það tæki ævina að öðlast hana. Hann reyndi að kryfja hamingjuna, hvernig hún kemur innan frá, sprettur upp, oft algerlega óháð ytri aðstæðum. Fátækur maður er til að mynda stundum mun hamingjusamari en ríkur maður. Hamingjan kemur og fer hjá mörgum en að mati Aristótelesar felst hún í innri ró, þeirri tilfinningu að líf manns hafi tilgang og að orð og gjörðir skili öðrum verðmætum, og þá er hún varanleg. Þetta er nokkuð sem hver og einn verður að skapa sjálfum sér og þá komum við aftur að hamingjunni sem sagnorði. Aristóteles setti upp áætlun fyrir einstaklinginn og fullyrti að ef farið væri eftir henni yrðu menn hamingjusamir. 

댓글


bottom of page