top of page

Hlakkar til að takast á við krefjandi verkefniValdimar Þór Svavarsson tók nýverið aftur við starfi framkvæmdastjóra Samhjálpar. En hann gengdi starfinu áður frá árinu 2019-2022 og þekkir því vel til reksturs samtakanna. Mörg ný verkefni og skemmtilegar áskoranir tóku á móti nýjum framkvæmdastjóra og Valdmar Þór segist ekki síst hlakka til að taka þátt í starfi nefndar á vegum heilbrigðisráðuneytis um mótun nýrrar stefnu í áfengis- og vímuvarnarmálum.


Margar blikur eru á lofti hvað varðar forvarnir og menn hafa ekki síst áhyggjur af auknu aðgengi að áfengi með tilkomu netverslana og samfélagsmiðlar hafa reynst vettvangur fyrir ungt fólk til að nálgast ólögleg vímuefni.


Að auki hefur mikil umræða farið fram um refsistefnu stjórnvalda og þörfina fyrir skaðaminnkun til handa þeim er glíma við hvað þyngstan vímuefnavanda. En þetta er aðeins meðal örfárra atriða sem Valdimar Þór hyggst skoða og vinna að með öðrum nefndarmönnum.


Valdimar Þór er með BA-próf í félagsráðgjöf og MS-próf í stjórnun og stefnumótun Hann er auk þess sérfræðingur í áfalla- og meðvirknifræðum Piu Mellody og ACC markþjálfi. Áður hefur hann um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hann telur að fjölbreytt menntun og reynsla hafi sannað gildi sitt þegar kemur að þekkingu á þörfum stjórnenda og annarra starfsmanna mismunandi vinnustaða. Fyrir svo utan að hann býr að skilningi og innsýn inn í mismunandi kjör fólks er glímir við margþættan vanda.

 

 

Comments


bottom of page