top of page

Hleypur í minningu föður síns

Ætlar líka að hlaupa í Kaupmannahöfn Lesturinn varð til þess að Hrefna ákvað að leggja Samhjálp lið. Hún er ákaflega dugleg ung kona er tanntæknir á tannlæknastofu en hún útskrifaðist úr tanntækninámi árið 2016. Hún er trúlofuð og á tvær dætur. En hefur hún stundað hlaup lengi? „Ég byrjaði í rauninni að hlaupa í byrjun ársins. Mágkona mín bauð mér í hlaupahópinn, Hugurinn fer hærra, sem er hópur ungra kvenna sem hittast einu sinni í viku. Þar er mikið glens og gaman og til að mynda erum við nýbúnar að hlaupa með forseta Ísland, Guðna Th. Jóhannessyni, á afmælisdegi hans 26. júní. En fyrst ég var nú byrjuð í hlaupinu fannst mér sjálfsagt framhald að skrá mig loksins í Reykjavíkurmaraþonið en ég stefni líka á að hlaupa í Copenhagen Half Marathon í september næstkomandi.“ En það tekur á að hlaupa 10 km og fólk þarf að undirbúa sig vel. Hvernig hefur undirbúningurinn gengið og ertu ánægð með undirtektir fólks við söfnuninni? „Undirbúningurinn hefur gengið vel og já ég er mjög ánægð hvað söfnunin gengur vel líka. Ég vona að söfnunin verði til þess að fólk kynni sér starfsemi Samhjálpar. Það er svo auðvelt að byrja að hlaupa, bara skella sér í skó og fara út. Hlaup ganga ekki út á að hlaupa hratt eða neitt svoleiðis. Það má taka maraþon, og öll hlaup, á nákvæmlega þeim hraða sem maður vill. Það er mjög hvetjandi að vera í hlaupahóp eða finna sér góðan hlaupafélaga til að halda sér við efnið. Þannig að ef þig langar að styrkja gott málefni þann 19. ágúst, ekki hika við að taka þátt,“ segir Hrefna að lokum. Það vantar sannarlega ekki kraftinn og áhugann hjá þessum hlaupara og hugurinn ber hana bæði hærra og lengra. Samhjálp þakkar henni fyrir velviljann og stuðninginn og hvetur alla til að senda henni uppörvun og styrk. https://www.rmi.is/hlaupastyrkur/hlauparar/7727-hrefna-dadadottir

Á síðu Hrefnu má sjá brot úr sögu föður hennar og hvernig það kom við líf hennar.

Comments


bottom of page