top of page

Hvatningarstöð á Ægissíðu



Í ár hlaupa fleiri til styrktar Samhjálp en nokkru sinni fyrr. Við viljum þess vegna sýna stuðning okkar og þakklæti í verki. Samhjálp verður með hvatningarstöð fyrir hlauparana við Ægissíðu, rétt áður en komið er að N1. Allir sem vilja hvetja þá áfram og sýna þeim hversu mikils við metum framlag þeirra eru velkomnir. Hlaupararnir, sem hlaupa maraþon, fara af stað kl. 8.40. Gott væri að stuðningsmenn væru búnir að koma sér fyrir kl. 8.50. Hægt er að hafa samband við Natalie, natalie@samhjalp.is, og fá frekari upplýsingar og láta vita af sér.




Hér er kort sem sýnir hvatningarstöðvar góðgerðarfélaganna. Ef ýtt er á bláu örina yst á Ægisíðu hér á kortinu kemur upp nafn Samhjálpar. https://www.google.com/maps/d/viewer?mid=1_EwZbyKIqmq2sa3m2fjXIQyXbG6lt2A&ll=64.13811663361592%2C-21.9117705&z=13

Comments


bottom of page