top of page

Jólastund sem skilaði miklu



Vinir og velunnarar Samhjálpar komu saman í Fíladelfíukirkjunni í Reykavík síðastliðinn fimmtudag og áttu notalega Jólastund á tónleikum til styrktar Samhjálpar. Það var Sveinn Þráinn Guðmundsson sem hafði veg og vanda að skipulagningunni. Frítt var inn og allir velkomnir en hverjum og einum frjálst að styrkja Samhjálp eftir efnum og ástæðum. Það er mjög gleðilegt að segja frá því að alls söfnuðust 703.756 kr. Við hjá Samhjálp þökkum öllu því frábæra fólki sem lagði hönd á plóg kærlega fyrir og öllum Samhjálparvinum fyrir þeirra velvild og vináttu.



Comments


bottom of page