Kótilettukvöld Samhjálpar verður haldið 19. október næstkomandi
Ekkert er íslenskara og betra en kótilettur í raspi og það er sannkallaður afmælismatur. Samhjálp er 50 ára í ár og árlegt Kótilettukvöld samtakanna ber keim af þeim tímamótum. Að þessu sinni verður það haldið á Hilton Reykjavík Nordica og nýstárlegar og spennandi uppákomur setja svip á kvöldið.
Hlaðborð tækifæranna
Í fyrra gafst gestum á Kótilettukvöldinu tækifæri til að bjóða í margvíslega eigulega muni og hagnýta þjónustu á Þöglu uppboði. Það tókst einstaklega vel og í ár verður enn meira og áhugaverðara úrval að finna á uppboðsborðinu í forsalnum. Fallegar hönnunarvörur, listaverk eftir Jóhannes Geir, Línu Rut, Ragnheiði Jónsdóttur og Sigrúnu Eldjárn. Postulínssafngripir frá frægum verksmiðjum, íslenskt skart meðal annars frá Vera Design og ótalmargir eigulegir munir.
Draumur tískuunnandans
Í forsalnum verður einnig Pop Up Boutique með vönduðum tískufatnaði. Vandaðar ullarvörur, sjöl, slæður, fylgihlutir, fatnaður og fleira sem gleður augu og hjarta tískumeðvitaðra. Hönnuðir á borð við STEiNUNNI, Freebird, Sif Benedicta og Andrea by Andrea verða í boði ásamt ótalmörgum öðrum fallegum flíkum. Hér er tækifæri til að skapa sinn eigin sérstæða stíl.
Gómsætur matur og góð tónlist
En fastagestir Kótilettukvöldsins bíða alltaf spenntastir eftir að fá kótilettur og meðlæti. Aftur leggja matreiðslumeistarar úr kokkalandsliðinu okkur lið og matreiða kótilettur af sinni einskæru snilld. Tónlistin hefur ávallt skipað stóran sess á Kótilettukvöldi og í ár kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og tekur góðkunn lög þar á meðal eru: Gréta Salóme, KK, Páll Rósinkrans, Hrönn Svansdóttir og Óskar Einarsson.
Glæsilegir vinningar
Miðinn á kótilettukvöldið gildir einnig sem happdrættismiði og verða ýmsir glæsilegir vinningar í boði, frábærar upplifanir, notalegar snyrtivörur og fleira sem gleður og gagnast.
Allur ágóði af Kótilettukvöldinu rennur til víðtækrar starfsemi Samhjálpar þar sem uppbygging er á öllum stöðum. Endilega takið frá fimmtudagskvöldið 19. október og tryggið ykkur miða sem allra fyrst þar sem sætaframboð er takmarkað. https://tix.is/is/event/16197/kotilettukvold-samhjalpar-2023/
Comments