top of page

Kaffistofa Samhjálpar hlýtur styrk



Á vef stjórnarráðsins birtist í gær fréttatilkynning þess efnis að Bjarni Benediktsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi veitt samtals 25 milljónum króna til hjálparsamtaka um land allt sem styðja við viðkvæma hópa sem leita þurfa aðstoðar í aðdraganda jólanna, svo sem með mataraðstoð.


Alls 10 hjálparsamtökum var veittur styrkur en um er að ræða Hjálpræðisherinn, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akranesi, Fjölskylduhjálp Íslands, Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis, Sjóðinn góða og Kaffistofu Samhjálpar. 


„Það er mikilvægt að við getum öll notið jólanna en hjálparsamtök hafa í því samhengi gegnt ómetanlegu hlutverki og hlúð vel að okkar viðkvæmustu hópum í samfélaginu með fjölbreyttri aðstoð. Þetta er annasamur tími hjá hjálparsamtökum, þar sem margir sjálfboðaliðar leggja starfinu lið, og það er mikilvægt að geta þakkað fyrir þau störf með þessum hætti,“ segir Bjarni Benediktsson.


Við hjá Samhjálp fögnum ákvörðun ráðherrans og erum innilega þakklát fyrir þessa veglegu búbót til Kaffistofunnar nú þegar hátíðarnar eru framundan.

Comments


bottom of page