Kaffistofuna vantar húsnæði!
- steingerdur0
- May 21
- 1 min read

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar var í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hún ræddi húsnæðismál Kaffistofunnar og nefndi að lengi hefði verið vitað að núverandi húsnæði þyrfti að rýma. Nú væri búið að segja okkur upp leigunni og þurfum að vera komin á nýjan stað með Kaffistofuna fyrir lok september. Oft var þörf en nú er nauðsyn að finna Kaffistofunni skjól á nýjum stað sem fyrst. Vegna þess hve sérstök starfsemin er kemur ekki hvaða húsnæði sem er til greina. Kaffistofan þarf að vera staðsett nálægt við gistiskýl borgarinnar og aðgengi þarf að vera gott bæði fyrir skjólstæðinga Kaffistofunnar og svo hægt sé að koma með vistir og annað sem þarf til starfseminnar.
Guðrún nefndi að annars vegar þyrfti að líta á þetta sem skammtíma- og hins vegar langtímaverkefni. Í haust þarf húsnæði til að minnsta kosti næstu fimm ára en til greina kemur að kaupa lóð og byggja yfir starfsemi Kaffistofunnar. Sá hópur sem til okkar leitar treystir á þessa þjónustu og því mikilvægt að eyða þessari óvissu eins fljótt og mögulegt er. Hér að neðan er linkur á viðtalið við Guðrúnu en ef þið vitið um gott húsnæði fyrir Kaffistofuna endilega hafið samband við skrifstofu Samhjálpar, Skútuvogi 1g t.d í síma 561 1000 eða 690 1800, eins má senda tölvupóst á samhjalp@samhjalp.is.
Comments