KRÓNAN GEFUR TIL SAMHJÁLPAR
- Aron Gunnars
- Dec 20, 2018
- 1 min read
FJÖLMARGIR TILNEFNDU SAMHJÁLP SEM GÓÐGERÐARSAMTÖK
Krónan bað almenning að tilnefna þau góðgerðarsamtök sem þeim fannst að Krónan ætti að styrkja fyrir jólin. Út frá svörunum var ákveðið að Krónan styrkti Samhjálp um 500 þúsund krónur. Það hlýjar okkur um hjartarætur að sjá hversu margir eru að hugsa til okkar. Þessi upphæð mun svo sannarlega koma sér vel fyrir viðamikið starf Samhjálpar. Færum Krónunni og starfsfólki hennar okkar bestu jóla- og nýárskveðjur um leið og við þökkum innilega fyrir rausnarlegan stuðning.
Á myndinni er Guðmundur G. Sigurbergsson, fjármálastjóri Samhjálpar að taka við styrknum frá Hjördísi Erlu Ásgeirsdóttur hjá Krónunni.
Comentários