Samhjálp barst nýverið vegleg gjöf frá velunnara sem við þökkum heilshugar fyrir. Það voru tveir miðar á tónleika Sigurrósar og Elju kammersveitar í Eldborg, Hörpu þann 8. desember næstkomandi kl. 20. Við erum að bjóða þá upp og rennur andvirði sölunnar beint til starfsemi Samhjálpar. Andvirði þeirra er um 38.000 ISK. Þeim sem hafa áhuga á að kaupa miðana er bent á facebook-síðu Samhjálpar. Þar er hægt að bjóða í þá í athugasemdum undir færslu um gjöfina sem birt verður síðar í dag.
top of page
bottom of page
Comments