Á vef Landlæknisembættisins voru nýlega birtar tölur um lyfjatengd andlát hér á landi árið 2023. Þau voru 56 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Árið á undan létust 36. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun en af þessum 56 voru 34 vegna ópíóíða ofskömmtunar og 22 vegna annarra vímuefnum og lyfja.
Þegar rýnt er frekar í þessar tölur kemur í ljós að flestir þeirra er létust voru ungt fólk. 23 einstaklingar voru á aldrinum 30-44 ára og 15 á aldursbilinu 18-29 ára. Hér er því um að ræða mikla blóðtöku fyrir litla þjóð og mikilvægt að bæði almenningur og stjórnvöld bregðist við. Af þessum 56 voru 15 er sviptu sig lífi, tóku meðvitað of stóran skammt. Lyfjatengd andlát voru fleiri hjá körlum en konum, karlarnir 35 og konurnar 12. Með lyfjatengdum andlátum er átt við andlát vegna eitrana ávana- og fíkniefna sem og lyfja.
Tölur frá Embætti landlæknis.
Commentaires