Kór Jóns Vídalíns hélt stórkostlega jólatónleika í Vídalínskirkju í Garðabæ þann 17. desember síðastliðinn. 900 þúsund krónur söfnuðust og voru færðar Samhjálp. Kirkjan var þéttsetin og gestir nutu ekki bara dásamlegrar tónlistar því orð séra Jónu Hrannar Bolladóttur hreyfðu við mörgum en hún lýsti því þegar hún, ungur guðfræðinemi, fór á samkomu hjá Samhjálp. Þar horfði hún á fólk stíga fram og þiggja fyrirbænir og sá þann kraft og styrk sem það færði því í bataferlinu. Við hjá Samhjálp þökkum fyrir einstaka stund, frábæran tónlistarflutning og þennan myndarlega styrk. Hann mun sjá til þess að ótalmargt þurfandi fólk í Reykjavík mun njóta góðrar jólamáltíðar. Við sendum kórfélögum, tónlistarmönnunum, séra Jónu Hrönn Bolladóttur og tónleikagestum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
top of page
bottom of page
Opmerkingen