Sögulega stór hópur félagasamtaka stóð í síðustu viku saman að neyðarfundi til að ræða þá mannúðarkrísu sem upp er komin með framkvæmd nýrra útlendingalaga sem sviptir hóp fólks allri þjónustu. Samtökin höfðu áður gefið út yfirlýsingu þar sem lýst var áhyggjum af afdrifum, öryggi og mannlegri reisn þessa hóps og lýst yfir efasemdum um að framkvæmd laganna standist mannréttindaskuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Í framsögum fulltrúa samtakanna komu fram lýsingar á sárri neyð skjólstæðinga þeirra sem og skilaboð frá einstaklingum sem sviptir hafa verið allri þjónustu. Skýr samstaða var um mikilvægi þess að fresta framkvæmd þjónustusviptingarinnar þar til mannúðlegri lausn hefur verið fundin. Þá var ljós andstaða framsögumanna um hugmyndir um varðhaldsbúðir, sem viðraðar hafa verið í fjölmiðlum nýlega. Skorað var á stjórnvöld að nýta þekkingu og reynslu samtakanna sem og sjónarmið þeirra sem finna sig í þessum aðstæðum við lausn vandans. Samtökin munu áfram ræða saman og freista þess að fá svör stjórnvalda við þeim spurningum sem fram komu á fundinum.
Barnaheill – save the children
Biskup Íslands
EAPN á Íslandi
FTA – félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Fríkirkjan í Reykjavík
Geðhjálp
GETA hjálparsamtök
Hjálparstarf kirkjunnar
Hjálpræðisherinn á Íslandi
Íslandsdeild Amnesty International
Kvenréttindafélag Íslands
Mannréttindaskrifstofa Íslands
No Borders
PEPP grasrót fólks í fátækt
Prestar innflytjenda og flóttafólks hjá þjóðkirkjunni
Rauði Kross Íslands
Réttur barna á flótta
Rótin
Samhjálp
Samtökin 78
Siðmennt
Solaris
Stígamót
Þroskahjálp
UN WOMEN
UNICEF
W.O.M.E.N. – samtök kvenna af erlendum uppruna
Öryrkjabandalag Íslands – heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi
Comments