top of page

MIÐAR Á TÓNLEIKA SIGURRÓSAR SELDUST Á 100.000 KR.
HÆSTA BOÐIÐ ÁTTI RÁÐUM - RÁÐNINGARSTOFA SEM KEYPTI MIÐANA Á 100.000 KR. Frábært framtak hjá írsku hjónunum. En í staðinn fyrir að reyna selja miðana sjálfur, sem eru að andvirði um 35 þúsund krónur, og reyna að fá peninginn til baka sem Roughan var búinn að greiða, þá vildi hann frekar gefa miðana til góðgerðarmála á Íslandi. Hann er sjálfur að vinna fyrir samtökin Focus Ireland sem starfa í þágu heimilislausra þar í landi, þannig hann reyndi að finna þau íslensku samtök sem aðstoða þá sem lítið hafa á milli handanna. Kaffistofa Samhjálpar varð fyrir valinu. Hugmyndin með miðagjöfinni var sú að Samhjálp gæti selt miðana hæstbjóðanda til að fá sem mest út úr þeim og láta fjárhæðina renna til Kaffistofunnar. Hann kom með þá tillögu að fá útvarpsstöð til liðs við okkur til að sem flestir myndu heyra um þennan viðburð og taka þátt í honum. Samhjálp leitaði til Rásar 2 og hann Matthías Már, tónlistarstjórinn sem betur er þekktur sem Matti, var fljótur að samþykkja þátttökuna. Svo klukkan 10, þann 21. desember, tilkynnti svo Matti í Popplandi að uppboðið væri hafið. Viðtökurnar létu ekki á sér standa og innan skamms hljómaði hæsta boð upp á 100 þúsund krónur. Ótrúleg velvild Rásar 2 og Matta varð til þess að ákveðið var að halda uppboðinu gangandi áfram fram á næsta dag. Hæsta boðið átti Ráðum - ráðningarstofa sem keypti miðana á 100.000 kr.

Comments


bottom of page