Ný leið til að njóta náttúru í Hlaðgerðarkoti
- steingerdur0
- Jun 11
- 1 min read

Bletturinn fyrir framan matsalinn í Hlaðgerðarkoti var í órækt en vegna þess hve margir hlupu fyrir Samhjálp í fyrra safnaðist dágóð upphæð sem notuð var til að fegra umhverfið. Styrkurinn var meðal annars notaður til vinna jarðveginn, slétta og leggja fallegt tún. Það var fyrirtækið Garðþjónusta Íslands sem vann verkið og lagði þökurnar. Bletturinn gefur einnig tækifæri til að njóta samveru og náttúrunnar í Mosfellsdalnum á nýjan hátt því hér geta þeir sem dvelja í Hlaðgerðarkoti komið saman í góðum veðrum, notið útsýnisins og andað að sér fersku sveitalofti.
Комментарии