top of page

NÝR BÍLL TIL SAMHJÁLPAR



Innilega þakklát Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segist þakklátur fyrir þann mikla og góða stuðning sem í því felst að fá nýjan bíl til umráða. „Þetta léttir verulega undir með okkur við að hjálpa þeim sem þurfandi eru og minna mega sín í þjóðfélaginu,“ segir Vörður. „Bíllinn verður nær eingöngu notaður við mataröflun fyrir Kaffistofu Samhjálpar og þau úrræði sem Samhjálp rekur. Við þökkum fyrir hlýjan hug og vináttu við Samhjálp.“ „Við höfum um árabil styrkt starfsemi Samhjálpar,“ segir Lilja Dóra Halldórsdóttir, forstjóri Lýsingar, sem Lykill er hluti af. „Það er okkur mikil ánægja að geta stutt við bakið á samtökunum með þeim hætti sem þau óskuðu eftir þegar gamli bíllinn þeirra hafði þjónað út sinn tíma.“ Samkvæmt styrktarsamningi mun Lykill veita Samhjálp grundvallarþjónustu við rekstur bifreiðarinnar í samræmi við flotaleigusamninga fyrirtækisins. Þess ber og að geta að Atlantsolía og Löður munu styrkja samtökin við að reka bifreiðina.

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page