top of page

Nýtt og spennandi Samhjálparblað


Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Mynd: Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Páskablað Samhjálparblaðsins er komið út. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. Finnbjörn Hvanndal Finnbjörnsson er í forsíðuviðtali og hann segir frá því hvernig honum tókst að þagga niður í niðurrifsröddinni innra með sér og treysta Guði. Hann nýtur þess að skapa og flytja tónlist og ætlar að gera enn meira af því í framtíðinni. Ólafur Haukur Ólafsson kom heim til Íslands árið 2010 að eigin sögn til að deyja en annað átti fyrir honum að liggja. Ólafur Haukur rekur í dag Draumasetrið heimili fyrir fólk sem er að fóta sig aftur í lífinu eftir meðferð. Linda Sif Magnúsdóttir er ný forstöðukona Kaffistofunnar og segir frá bakgrunni sínum, starfinu á Kaffistofunni og draumsýn sinni um betra líf fyrir skjólstæðinga hennar. Svava Mörk frá Teen Challenge er einnig í áhugaverðu viðtali um starfsemi samtakanna en þau fara út á götu og mæta þeim sem þurfa á þeim halda þar og spyrja sig ávallt: Hvað myndi Jesús gera í þessum sporum? Lára Sigurðardóttir læknir og lýðheilsufræðingur fjallar um áhrif áfengis á heila og taugakerfi ungmenna og margt fleira ber á góma í fjölbreyttu og áhugaverðu blaði.

Comments


bottom of page