top of page

Niðurstöðurnar gersamlega ljósar

Langar í frekari rannsóknir  Sigurlína er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands, en Ragnar var lengst af kennari í grunnskóla og var síðan aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann er jafnframt kunnur af ritstörfum og hefur gefið út námsbækur, ljóðabækur, endurminningabækur, þýðingar og ýmis ritverk almenns eðlis. Þau hjónin eru meðal stofnenda Krýsuvíkursamtakanna. Bæði eru komin á eftirlaunaaldur eins það heitir en greinilega fjarri því að setjast í helgan stein. „Hafið þið hugsað ykkur að halda áfram þessari rannsóknarvinnu?“ „Við höfum verið að velta þessu fyrir okkur,“ segir Sigurlína. „Núna leituðum við að viðmælendum innan AA-samtakanna og þar er hópur fólks sem hefur náð þessu. En ég get ekki útilokað að þarna úti sé hópur fólks sem hefur náð sama árangri án þess að vera í AA-samtökunum og við höfum verið að láta okkur dreyma um að elta það uppi. Það er bara svo erfitt að finna þá einstaklinga, ólíkt því hvað það er auðvelt að ganga að fólkinu í samtökunum. Það væri rosalega gaman að vita hvernig þeir fara að sem ekki eru í AA-samtökunum og hvernig þeim líður að öðru leyti. Við spurðum viðmælendur okkar meðal annars að því hvað hefði breyst hjá þeim og hvernig þeim liði. Þar var líka algjör samhljómur. Allt annað líf og miklu betri líðan að öllu leyti, andlega og líkamlega og betri virkni félagslega, fjárhagslega og hvað eina. Það væri fróðlegt að vita hvort það er sambærilegt hjá þeim sem ekki hafa farið þessa leið til bata. Ég veit hins vegar ekki alveg hvernig maður myndi snúa sér að því að fá það fólk í viðtöl.“

Comments


bottom of page