top of page

Ofbeldi meðal barna



Mikil umræða hefur skapast í samfélaginu um aukið ofbeldi meðal barna og vopnaburð samfara aukinni neyslu vímuefna. Það er áhyggjuefni. Íslendingar hófu átak gegn unglingadrykkju fyrir nokkrum áratugum og náðu frábærum árangri. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af obeldi og einelti í Breiðholtsskóla og í hverfinu. Foreldrar í Breiðholti hafa hafið foreldrarrölt um hverfið til að reyna að draga úr ofbeldinu og koma til móts við börn sem líður illa. Slíkar gönguferðir voru liður í að minnka unglingadrykkju á sínum tíma og nýtast án efa til að auka öryggi barna og skapa þeim betri líðan í hverfinu sínu.


Það eru góðar fréttir að foreldrar haldi vöku sinni og leggist á eitt með skólum og hinum opinbera og geri sitt til að tryggja öryggi og styðja við börn í hverfinu sínu. Með þessum aðgerðunum er mögulega hægt að sporna við þeirri þróun sem hefur verið í samfélagi barna og ungmenna. Vonast er til að aukið forvarnarstarf muni skila árangri en reynslan hefur sýnt að hægt er að draga úr og snúa við þróun af þessu tagi.



 

 

Comments


bottom of page