top of page

RÓTARÝKLÚBBURINN STRAUMUR HAFNARFJÖRÐUR

STYRKIR HLAÐGERÐARKOT Rótarýklúbburinn Straumur Hafnarfjörður styrkti Samhjálp veglega á dögunum. Hlaðgerðarkot mun njóta góðs af þessum styrk, því ákveðið hefur verið að kaupa ný rúm í herbergin í álmunni sem nýbúið er að gera upp. Það mun án efa fara reglulega vel um skjólstæðinga Hlaðgerðarkots í nýju rúmunum og kunnum við Rótarýklúbbnum hinar bestu þakkir og óskum meðlimum hans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á myndinni er Guðmundur G. Sigurbergsson, fjármálastjóri Samhjálpar, að taka við styrknum frá Þór G. Þórarinssyni, formanni Rótarýklúbbsins Straums.

コメント


bottom of page