top of page

Sönn jólagleði ríkir hjá Samhjálp




Á skrifstofu Samhjálpar er auðvelt finna fyrir sannri jólagleði. Nokkuð augljóst er að margir þekkja vel að sælla er að gefa en þiggja. Hér hafa hópar sjálfboðaliða og einstaklingar komið, sest í kringum borð og hjálpað okkur að pakka þeim ótrúlega fjölda jólagjafa sem Samhjálp gefur árlega. Fyrst kom hópur frá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi og síðar starfsmenn Veritas. Þá sannaðist að margar hendur vinna létt verk. Starfsfólk Samhjálpar þakkar þeim öllum fyrir hjálpina og skemmtilegan félagsskap.

 




Fjölmörg fyrirtæki hjálpuðu okkur að sjá til þess að allir fái eitthvað og enginn gleymist þessi jól. Eigendur fyrirtækisins Tungutugga komu við í Hlaðgerðarkoti og gáfu þeim fyrsta flokks nautakjöt beint frá býli til að njóta yfir jólin. Þrjár Oddfellow-stúkur, Þorsteinn, Ari fróði og Hallveig hafa fært okkur myndarlegan styrk. Allur þessi velvilji snertir við okkur og óhætt að fullyrða að sönn jólagleði ríki á skrifstofu Samhjálpar og öllum okkar starfstöðvum.



Comments


bottom of page