top of page

Snjókornið 2024 - skreytum og gefum hlýju



Í fyrra styrkti A4 Samhjálp um 2 milljónir króna. Hluti styrksins var ágóði af sölu Snjókornsins en fyrirtækið ákvað að rúnna töluna af og bæta því þannig að hún stæði í sléttum tveimur milljónum. Það er okkur því sönn ánægja að benda á að A4 hefur hafið sölu á Snjókorninu 2024, en söluandvirði í ár rennur allt til Samhjálpar líkt og í fyrra.


„Okkur er mjög annt um Samhjálp sem vinnur mikilvægt starf í þágu þeirra sem glíma við fátækt og þeirra sem eru í neyð,“ segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs A4. „Með snjókorninu stuðlum við líka að fullkominni hringrás plastefna og minni sóun, því það er eingöngu unnið úr plasti sem fellur til hjá A4 en frá árinu 2019 hefur Plastplan, sprotafyrirtæki í hönnun og plastendurvinnslu, sótt plast til okkar og skilað því til baka í formi nýrra hluta.“


Sigrún Ásta segir hugmyndina að Snjókorninu hafa kviknað þegar Plastplan var fengið til að útbúa pakkaskraut til starfsmanna A4 fyrir jólin í fyrra. „Þetta vakti mikla lukku og margir sögðust hafa hengt skrautið á jólatréð hjá sér. Vala Magnúsdóttir, verkefnastjóri, stakk upp á því að við myndum þróa þessa hugmynd og selja til styrktar góðu málefni.“

Vala segir snjókorn hafa orðið fyrir valinu þar sem ekkert snjókorn sé eins. „Og öll erum við einstök. Svo er það líka táknrænt fyrir skjólstæðinga Samhjálpar sem oft þekkja kuldann of vel. Hugmyndin er að fólk geti safnað Snjókornum og notað þau sem pakkaskraut, til að hengja á jólatré eða á grein eða í glugga eins og óróa.“


Að sögn Steingerðar Steinarsdóttur, rit- og kynningarstjóra Samhjálpar, hefur aðsókn að kaffistofu samtakanna vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. „Nú eru gefnar allt að 180 máltíðir þar á hverjum degi en hvert Snjókorn kostar 2.500 kr. sem er andvirði einnar máltíðar hjá Samhjálp. Með því að kaupa eitt Snjókorn ertu þannig að veita einum einstaklingi heita máltíð. Við erum ákaflega þakklát fyrir þá velvild og hlýju sem A4 sýnir okkur með því að velja að styrkja samtökin með sölu Snjókornsins í ár. Við vonum að sem flestir landsmenn kaupi Snjókornið 2024 og styrki í leiðinni þá sem búa við neyð um hátí

Comments


bottom of page