Aftur litu inn á skrifstofu Samhjálpar góðir gestir og komu færandi hendi. Að þessu sinni voru það fulltrúar Oddfellow-stúkunnar Hallveigar sem komu og færðu Samhjálp veglegan styrk. Við þökkum kærlega velvild þeirra og góðsemi í gegnum tíðina en þessir styrkir gera hjálpa okkur að bjóða öllum sem sækja Kaffistofuna upp á jólamáltíð, færa öllum þeim sem sitja í fangelsum landsins um jól jólagjöf og svo auðvitað að reka Hlaðgerðarkot og áfangaheimilin okkar.
Comments