top of page

„Tartalettur eru algjör snilld“

Hægt að frysta eldað kjöt Hvaða ráð notar þú helst í viðleitni þinni til að nýta allan mat? „Ég mæli með því að nýta sér tilboð matvöruverslana sem fara að detta inn þegar nær dregur jólum. Flestar matvöruverslanir eru líka farnar að selja vörur sem komnar eru á síðasta söludag með góðum afslætti. Ég nýti slík tilboð oft og set beint í frysti. Stór kjötstykki er lítið mál að frysta, sem og sjávarafurðir eins og rækjur eða humar. Oft er rjómi sem kominn er nálægt síðasta söludegi settur á helmingsafslátt og hann er tilvalið að frysta, annaðhvort beint í fernunni eða gera jólaísinn bara með góðum fyrirvara,“ segir Valgerður Gréta.

„Ég geri matseðla og bregð ekki út af þeirri venju þegar kemur að jólum. Ég skipulegg máltíðir fram í tímann, geri innkaupalista í appi í símanum eftir því hvað ég á til og versla eftir honum.“ „Ég geri matseðla og bregð ekki út af þeirri venju þegar kemur að jólum. Ég skipulegg máltíðir fram í tímann, geri innkaupalista í appi í símanum eftir því hvað ég á til og versla eftir honum. Ef ég geri það ekki fer yfirleitt eitthvað í körfuna sem var ekki planað. Maðurinn minn er enn betri en ég í að fylgja innkaupalistanum nákvæmlega og því er oft besta ráðið að senda hann einan í búðina. Ég frysti síðan alla afganga sem nýtast ekki strax daginn eftir og ég baka mest sjálf og set einnig í frysti. Besta ráðið sem ég get gefið er að setjast niður og skrifa niður hvað skiptir ykkur mestu máli hvað varðar jólamatinn, hvað verður að vera og hverju er hægt að sleppa. Er alveg bráðnauðsynlegt að baka tólf sortir eða nægir alveg að gera lagtertu og spesíur? Það er mikil sóun að henda mörgum baukum af smákökum á páskum. Það er lítill sparnaður í að gera heimagert konfekt og enn minni ef hráefnið er keypt og ekki notað. Oft er bara þægilegra og ódýrara þegar upp er staðið að kaupa lítinn konfektkassa til að njóta. Það er hægt að nota afganga af hamborgarhrygg eða bayonne-skinku í samlokur, tartalettur og heita ofnrétti til að mynda. Það á einnig við um lambakjöt eða kalkún. Það er auðvitað klassískt að skera hangikjöt í bita og nýta í tartalettur en það er einnig hægt að sneiða það ofan á brauð eða flatkökur. Það er einnig hægt að frysta eldað kjöt og nota síðar.“

Skipuleggja út frá körfunni Nú gefa mörg fyrirtæki matarkörfur í jólagjöf og þar eru oft viðkvæm matvæli. Hvað getur fólk gert til að tryggja að ekkert úr körfunni lendi í ruslinu? „Ef fólk veit fyrir fram að það fái matarkörfu að gjöf er gott að plana jólamatinn út frá því hvað er í körfunni. Ef það er eitthvað í henni sem fólki hugnast ekki má gefa það fjölskyldu eða vinum. Einnig er gott að nýta frískápana sem hafa poppað upp víða í höfuðborginni. Þeir eru afbragðsvettvangur til að koma góðum mat til þeirra sem geta nýtt afgangsmatvæli. Ef þið sjáið ekki fyrir ykkur að nýta t.d. allt kjötmeti sem er í körfunni strax er einnig hægt að frysta það, og betra að gera það fljótlega eftir að karfan er móttekin. Osta sem ekki eru borðaðir má nýta í sósur eða heita rétti. Kex má nota í rasp, og sultur eru afbragð í bakstur eða til að bragðbæta sósur.“

Ekki naglfastar hefðir á jólum Jólin eru hátíð fjölskyldunnar en einnig sá tími sem dregur fram íhaldssömustu hliðar margra. Allt verður að vera eins frá ári til árs og tilteknar matartegundir á borðum. Hver er jólamaturinn hjá þér?

„Við höfum undanfarin ár verið með andabringur, en þær eru hagkvæmar og geymast vel. Oft eru þær á tilboði þegar nær dregur jólum og þá kippi ég með mér því magni sem þarf.“ „Við maðurinn minn erum ekki með naglfastar hefðir þegar kemur að jólamat, með einni undantekningu þó. Foreldrar mínir hafa verið með okkur fjölskyldunni á aðfangadagskvöld í mörg ár og kemur móðir mín alltaf með forréttinn, sem er afbragðsgóðar tartalettur með rækju- og aspasfyllingu. Tartalettur eru algjör snilld í rauninni, þar sem það er hægt að fylla þær með öllu mögulegu og það er bara hugmyndaflugið sem gildir þar. Við höfum undanfarin ár verið með andabringur, en þær eru hagkvæmar og geymast vel. Oft eru þær á tilboði þegar nær dregur jólum og þá kippi ég með mér því magni sem þarf. Eftirrétturinn er yfirleitt borðaður frekar seint á aðfangadagskvöldi, yfirleitt þá heimagerður ís eða ris a la mande.“ Matargerð um jólin er oft flóknari en venjulega og margt í gangi í einu. Það getur því verið erfitt að skipuleggja sig. Hvernig undirbýrð þú jólamáltíðirnar? „Ég skrifa niður þær máltíðir sem við eldum heima og hvenær jólaboð eru. Dagana sem við erum í jólaboðum skipulegg ég í raun ekkert annað en snarl. Þá eru til afgangar ef heimilisfólkið getur hugsað sér að borða meira en það sem boðið var upp á í boðinu. Jól eru í flestra huga tími sem snýst um hefðir. Hægt er annaðhvort að brjóta sig frá þeim og búa til sínar eigin eða halda fast í þær sem við höfum haldið í heiðri í áraraðir. Hvort heldur verður ofan á er mikilvægt að gefa sér tíma til að endurskoða þær og vega og meta hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Halda inni þeim hefðum sem standa hjarta okkar næst en sleppa þeim sem þjóna okkur ekki. Með því getur náðst hvoru tveggja tímasparnaður og fjárhagslegur ávinningur,“ segir Valgerður Gréta að lokum.

Bình luận


bottom of page