Uppvakningar á götum Bandarískra borga
- Aron Gunnars
- Sep 22, 2023
- 1 min read
Í sumarútgáfu Samhjálparblaðsins er að finna grein um tvær sjónvarpsþáttaseríur sem hvor á sinn hátt segir frá ópíóíðafaraldrinum í Bandaríkjunum og afleiðingum þess að oxycontin var markaðssett sem hættuminna lyf en aðrir ópíóíðar. Í fréttum RÚV í gærkvöldi var sagt frá stórhættulegri blöndu fentanyls og deyfilyfs fyrir dýr sem selt er á götunni í Bandaríkjunum. Yfirvöld þar í landi lýsa ástandinu þannig að í sumum borgarhlutum sé eins menn gangi inn í Zombie Land eða land uppvakninganna. Myndirnar sem fylgja fréttinni eru sláandi og óhugnanlegar.

Eins má nefna að nýjir sjónvarpsþættir Painkiller eru nú í sýningu á Netflix en þar er fjallað um sögu oxycontins og afleiðingar markaðssetningar þess en þær eru skelfilegar og enn langt í land með að uppræta þær.
Comments