top of page

Váleg tíðindi - skorpulifur í sókn


Sigurður Ólafsson læknir, sérfræðingur í meltingar- og lifrarsjúkdómum og klínískur dósent við Háskóla Íslands skrifar grein í nýjasta tölublað Læknablaðsins þar sem hann viðrar áhyggjur sínar af stórfelldri aukningu skorpulifrartilfella hér á landi. Áfengisneysla er helsti orsakavaldur þessa alvarlega sjúkdóms.


Í grein Sigurðar segir m.a.: „Nýgengi skorpulifrar á Íslandi var lengi vel það lægsta á Vesturlöndum. Árin 1994-2003 var nýgengi skorpulifrar einungis 3,3 tilfelli fyrir hverja 100.000 íbúa.1 Nýlega var birt rannsókn á nýgengi og orsökum skorpulifrar á Íslandi fyrir tímabilið 2010-2015.2 Nýgengi skorpulifrar á þessu tímabili var 9,7 tilfelli fyrir hverja 100.000 íbúa. Það er þreföld aukning á nýgengi miðað fyrri rannsókn en var ennþá nokkru lægra en þekktist meðal annarra Norðurlandaþjóða. Meginorsakir skorpulifrar voru áfengisneysla (31%), fitulifrarkvilli (22%) og lifrarbólga C (21%).“


Ástæður aukningarinnar segir Sigurður vera aukna áfengisneyslu hér á landi en neyslan hefur farið úr 4,3 lítrum á hvern íbúa eldri en 15 ára árið 1980 í 7,5 lítra á árunum 2016-2020.


Greinina í heild má lesa hér: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2023/11/nr/8450?fbclid=IwAR1-4ebf2THBOrctmRsoA2nOlNFO5yFmmXT25NRFhgSn5dPMQIEjYD_LnQo

Комментарии


bottom of page