top of page

VEGLEG GJÖF


ODDFELLOW STÚKA NR. 12, SKÚLI FÓGETI.Oddfellow stúkan Skúli fógeti nr. 12, mun halda upp á hálfrar aldar afmæli þann 3. maí á næsta ári. Í tilefni af því gáfu meðlimir stúkunnar Samhjálp veglega gjöf upp á 9 milljónir króna. Mun öll upphæðin fara í að ljúka við siðasta áfanga nýbyggingarinnar í Hlaðgerðarkoti, meðferðarheimili samtakanna. Á myndinni er Vörður Leví Traustason, framkvæmdarstjóri Samhjálpar að taka við gjöfinni frá Þóri Guðmundssyni, yfirmeistara Oddfellow stúku Skúla fógeta nr. 12. Við hjá Samhjálp kunnum þeim bestu þakkir fyrir rausnarlegan stuðning og óskum þeim stúkumeðlimum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Comments


bottom of page